En áður en Tína kemst
að stóra, gula tjaldinu
heyrir hún barn gráta.
"Mamma, mamma," hrópar
barnið og grætur hástöfum. 🔊
Hver á svona bágt?
Tína sér að lítil telpa
hleypur burt af torginu.
"Rósa, Rósa," hrópar Tína
því nú sér hún
að litla telpan er Rósa,
systir Bóa. 🔊