← Elsa frænka og Tína eru þar líka. Inni í stóru tjaldi horfa þær á töframann. 🔊
← Það eru mörg tjöld á torginu. 🔊
← Í einu tjaldinu er seldur ís og sælgæti. Í öðru tjaldi fást ávextir. 🔊
← Í þriðja tjaldinu er hægt að skjóta í mark. Í fjórða tjaldinu getur maður rekið nagla í spýtu. 🔊
← Elsa frænka og Tína fara inn í tjaldið þar sem tombólan er. Þar eru seldir miðar. Það eru margir góðir vinningar. Miðinn kostar 2 krónur. 🔊
← "Komdu, við skulum fara inn í stóra, gula tjaldið," segir Elsa frænka. "Þar getur þú fengið gosdrykk og ég kaffi." 🔊
← Elsa frænka fer inn í stóra tjaldið og fær sér kaffi. 🔊
← En áður en Tína kemst að stóra, gula tjaldinu heyrir hún barn gráta. "Mamma, mamma," hrópar barnið og grætur hástöfum. 🔊
← "Bói er farinn," segir Rósa. "Hann ætlaði inn í tjaldið en ég vildi ekki fara með. Þá fór ég og nú er hann týndur." 🔊
← Þau fara nú öll inn í gula tjaldið. Afi Rósu og Bóa er þar líka að drekka kaffi. 🔊