líka - adverb
← "Ferðu til Sandvíkur!" Bói snýr sér að Tínu. "Ég fer líka til Sandvíkur. Amma mín og afi keyptu þar hús. Ég fer aleinn til þeirra." 🔊
← "Ég líka," segir Tína. "Þá getum við orðið samferða. Ég fer líka alein." 🔊
← "Hvað ertu að gera?" "Ég er að setja krem á mig. Það þarf líka krem á hitt hnéð." 🔊
← Mamma var líka búin að segja Rósu hvað hún ætti að muna að segja við afa og ömmu. 🔊
← Elsa frænka og Tína eru þar líka. Inni í stóru tjaldi horfa þær á töframann. 🔊
← Þau fara nú öll inn í gula tjaldið. Afi Rósu og Bóa er þar líka að drekka kaffi. 🔊
← "Já, og þið líka sýnist mér," segir Tína og hlær. 🔊
← Tína segir þeim hvers vegna hún sé að fara heim. Hún segir þeim líka að hún hafi sofið undir rúminu. 🔊