við - adverb preposition
← Mamma lítur á Tínu: "Komdu, Tína. þetta er Elsa frænka. Hún ætlar að tala við þig." 🔊
← Mamma vill ekki segja já fyrr en hún hefur talað við pabba. 🔊
← "Góðan daginn," segir mamma. "Tína ætlar með rútunni. Viltu vera svo vænn að setja hana úr við kaupfélagið í Sandvík." 🔊
← Mamma var líka búin að segja Rósu hvað hún ætti að muna að segja við afa og ömmu. 🔊
← Svo hrópar hún: "Bói, ég man allt sem ég á að segja við ömmu og afa. 🔊
← Tómas kemur aftur í til Rósu. Tína heldur pokanum enn þá við munninn á henni. 🔊
← Tína hlakkar til að hitta Önnu. Anna er 10 ára. Hún býr rétt hjá Elsu frænku. Tína hefur oft leikið sér við hana. 🔊
← Tína snýr sér við og hleypur af stað. Hún ætlar að segja Elsu frænku frá manninum sem fékk sófann. 🔊
← En Tína heldur fast í handlegginn á Rósu. Hún sér að rauða rútan er hinum megin við götuna. 🔊
← Rútan stoppar við tjörnina. Tvö börn koma inn. Það eru Bói og Rósa. 🔊