← Sá sem er heppinn fær fína tösku eða fallegan vasa eða eitthvað annað. Bestu vinningarnir eru rauður sófi og stór lampi. 🔊
← Tínu langar mest í sófann eða lampann. En hún hefur gleymt buddunni sinni á borðinu heima hjá Elsu frænku og getur því ekkert keypt. 🔊
← Konan réttir manninum dúkku og kexpakka. Svo réttir hann henni einn miða enn. Hún lítur á númerið og segir: "Til hamingju! Þú vannst sófann!" 🔊
← Tína snýr sér við og hleypur af stað. Hún ætlar að segja Elsu frænku frá manninum sem fékk sófann. 🔊