← "Góðan daginn," segir mamma. "Tína ætlar með rútunni. Viltu vera svo vænn að setja hana úr við kaupfélagið í Sandvík." 🔊
← Skömmu síðar koma þau til Sandvíkur. Bói og Rósa fara úr við tjörnina en Tína við kaupfélagið. 🔊
← Elsa frænka bíður fyrir utan kaupfélagið. Hún kemur að rútunni. "Komdu sæl Tína og vertu velkomin," segir hún. 🔊