Tína hlær aftur.
Hana langar til að segja
Elsu frænku hvað kom fyrir. 🔊
En hún ætlar að bíða með það
þangað til Elsa frænka vaknar. 🔊
Tína lítur á úrið sitt.
Klukkan er 5.
Þá verður hún
að fara aftur í rúmið. 🔊
Hún breiðir lakið
á rúmið.
Lakið er ekki slétt
en það skiptir engu máli. 🔊